Wednesday, March 29, 2006

When you mix black and white the result is colored.

Litaða fólkið í Suður Afríku virðist elska liti. Þau mála húsin sín lillablá, bleik og sundlaugagræn á meðan hvíta fólkið málar allt í sama lit og eyðimörkin er, blæbrigði af brúnum, og keyra í hvítum bílum.

Um helgina fórum við í útilegu rétt hjá syðsta punkti Afríku, Cape Agulhas. Hér eru myndir af litbrigðum og lífi úr ferðinni













Hér sést þyrping í fjarska þar sem litaðir búa

Sunday, March 26, 2006

Þeir sem hafa og þeir sem hafa-ekki

Aðskilnaðarstefnan heyrir sem betur fer sögunni til en leifarnar af henni eru alls staðar og fátæktin er mikil. Hér á eplagarðinum búum við eins og kóngar, við höfum allt (þótt við búum í lánshúsi). Vinnufólkið, fjölskyldur þeirra og vinir búa í bakhúsunum. Þau tilheyra hópnum sem 'hafa ekki'.
Fólkið býr nokkurn veginn í sátt og samlyndi hér þótt bóndinn sé þreyttur á letinni í vinnufólkinu og skúffaður yfir mikilli drykkju um helgar. Hvað mundi maður sjálfur gera fyrir 45 krónur á tímann.
En þetta mikla bil á milli þeirra sem hafa allt og þeirra sem hafa ekkert er einmitt rótin að glæpavandanum í landinu. Og ástæðan fyrir því að margir vilja búa innan múra.

"There was so much suffering in Africa that it was tempting to shrug your whoulders and walk away. But you can't do that, she thought. You just can't."
Mma Ramotswe from No.1 Ladies Detective Agency


Vinkonur mínar á eplagarðinum:





þær eru dætur vinnufólks hér, og eru það sem er kallað litaðar (colored). Litaðir koma af bæði hollendingum og San fólki en tala afrikans. Þær heimsækja mig oft eftir skóla, leika nokkra leiki í garðinum og spjalla. Tala fína ensku líka. Um daginn sýndu þær mér leik sem heitir "girls" og þá hófst rapp þar sem ein var aðalsöngkonan og hinar fylgdu eftir með leikrænni tjáningu eftir þemanu hverju sinni, t.d. var eitt þemað "girls do modelling" og þá léku þær allar fyrirsætur og röppuðu í takt. Svo spunnu þær við næsta þema sem þeim datt í hug.


Sundlaugarpartý hjá vinum í Cape Twon





Wednesday, March 15, 2006

Og hér erum við nú

á eplabúgarðinum Glenbrae.
Verðum hér með annan fótinn næstu vikurnar.
Erum samt búin að finna íbúð í Cape Town og flytjum í hana um miðjan apríl

















Pretroia - Cape Town



On the road





Stundum er maður óheppinn með hótelherbergi, hér var sturtan lárétt og fyrir ofan mína hæð. Ég fékk því bara smá bunu á kollinn eftir langan dag í heitum bíl





Hjá vinum - allir hjálpast að við að hengja upp myndir





Sápuóperuleg mynd frá heimili systur Dries,





Og grillmeistarinn


Wednesday, March 08, 2006

Soweto
Soweto stendur fyrir South West Township. Þaðan koma tveir nóbelsverðlaunahafar, Nelson Mandela og Desmond Tutu, en þeir bjuggu víst við sömu götu einu sinni. Soweto er líka frægt útaf óeirðum og fjöldamorðum á skólabörnum árið 1976, fræg er ljósmynd af Hector Petersen látnum en myndin birtist í dagblöðum víða um heim og hvatti til umhugsunar um hversu alvarlegt ástandið var í landinu.

En við vorum svo heppin að fá fylgd með heimakonu inní hverfið, eða borgina, því eiginlega eru þessi stóru Township borgir útaf fyrir sig. Zozo er alin upp í Soweto en býr núna í Kaupmannahöfn, hún var í heimsókn hjá fjölskyldu sinni og bauð okkur að kíkja við.
Hér eru nokkrar myndir og brot úr tölvupósti frá Zozo eftir heimsóknina sem ég má til með að deila með ykkur,

It was a pleasure giving the tour. I also enjoyed doing it. You know ? showing off my turf.
Soweto is in every fibre of my being. Im soweto, soweto is me. each time you share something with someone its a also a moment of self discovery.
It was also a good show of interest,especialy from Dries to share this history: thats his and mine, its so overwhelming but beautiful at the same time.
Tell him I and my family in soweto have great respect for him, to want to get out of the comfort zone. think next time will be my turn to experience Cape or Pretoria.












Tuesday, March 07, 2006




Safarí og borgarstillur

Nokkrar myndir hér og þar í Pretoríu og Jóhannesarborg...
Foreldrar Dries. Köttur vina okkar. Nelson Mandela brúin. Að lokum Safarí í Mokaikai (Mokaikai þýðir Hvar hvar á Tswana, einu af 11 opinberum tungumálum S Afríku )




















Sunday, March 05, 2006

Tilbrigði af bæn

Ég minntist á það að guð væri í hjörtum fólksins. En um daginn fibaðist húsbóndinn þegar hann fór með borðbænina.

Thank you father for the food
Thank you for the hands that made the food
Thank you for being with us to night
Be with those that are not so privileged

Goodbye

Svo ef guð er móðgunargjarn þá er hann kannski bara farinn, hver veit!

Saturday, March 04, 2006


Tvær vikur í “comfort zone”

Waterkloof heights er eitt af betri hverfum Pretoríu. Hér býr fólk í stórum húsum með görðum og hliðum og miklum veggjum allt í kring. Sumstaðar eru verðir eða hundar sem sitja eða sofa fyrir utan, en sumstaðar er bara merkið “ADT armed respone” sem merkir að þjófavarnarbjallan kallar samstundis á vopnaðan vörð.

Hér fara íbúar ekkert gangandi, heldur keyra allra sinna ferða, nema kannski nokkrir sem fara út að skokka. Ef maður sér einhverja fótgangandi, þá er það þjónustufólk og vinnufólk sem er að koma eða fara úr vinnu frá einhverju heimilinu, þau sitja líka stundum á grasi út við vegarkantinn og slappa af. Við Dries förum stundum útí labbitúr og þá heilsa allir, ekki útaf því að þetta er smábær þar sem allir kannast við alla, heldur útaf því að það eru svo fáir á labbi.

Öll húsin eru gulbrún eða rauðleit, talað um Tuscany style, en það er ekkert sem minnir beinlýnis á Ítalíu. Áðan fór ég í fyrsta skipti ein út og ætlaði að kaupa blaðið í búð sem er hér rétt hjá, fann samt ekki búðina, kennileytin horfin útí einsleitnina.

Ég er sem sagt lent í comfort zone grænustu höfuðborgar heims, með sundlaug í garðinum, mangó í annarri hendi og appeltizer (dýrindis eplagos) í hinni, já og guð í hjörtum fólksins og glaðasólskin á himninum. Það vantar samt eitthvað til þess að gamall Vesturbæingur þrífist almennilega..
en það lúrir sem betur fer ýmislegt skammt undan.