Þeir sem hafa og þeir sem hafa-ekki
Aðskilnaðarstefnan heyrir sem betur fer sögunni til en leifarnar af henni eru alls staðar og fátæktin er mikil. Hér á eplagarðinum búum við eins og kóngar, við höfum allt (þótt við búum í lánshúsi). Vinnufólkið, fjölskyldur þeirra og vinir búa í bakhúsunum. Þau tilheyra hópnum sem 'hafa ekki'.
Fólkið býr nokkurn veginn í sátt og samlyndi hér þótt bóndinn sé þreyttur á letinni í vinnufólkinu og skúffaður yfir mikilli drykkju um helgar. Hvað mundi maður sjálfur gera fyrir 45 krónur á tímann.
En þetta mikla bil á milli þeirra sem hafa allt og þeirra sem hafa ekkert er einmitt rótin að glæpavandanum í landinu. Og ástæðan fyrir því að margir vilja búa innan múra.
"There was so much suffering in Africa that it was tempting to shrug your whoulders and walk away. But you can't do that, she thought. You just can't."
Mma Ramotswe from No.1 Ladies Detective Agency
Vinkonur mínar á eplagarðinum:
þær eru dætur vinnufólks hér, og eru það sem er kallað litaðar (colored). Litaðir koma af bæði hollendingum og San fólki en tala afrikans. Þær heimsækja mig oft eftir skóla, leika nokkra leiki í garðinum og spjalla. Tala fína ensku líka. Um daginn sýndu þær mér leik sem heitir "girls" og þá hófst rapp þar sem ein var aðalsöngkonan og hinar fylgdu eftir með leikrænni tjáningu eftir þemanu hverju sinni, t.d. var eitt þemað "girls do modelling" og þá léku þær allar fyrirsætur og röppuðu í takt. Svo spunnu þær við næsta þema sem þeim datt í hug.
Sundlaugarpartý hjá vinum í Cape Twon
Aðskilnaðarstefnan heyrir sem betur fer sögunni til en leifarnar af henni eru alls staðar og fátæktin er mikil. Hér á eplagarðinum búum við eins og kóngar, við höfum allt (þótt við búum í lánshúsi). Vinnufólkið, fjölskyldur þeirra og vinir búa í bakhúsunum. Þau tilheyra hópnum sem 'hafa ekki'.
Fólkið býr nokkurn veginn í sátt og samlyndi hér þótt bóndinn sé þreyttur á letinni í vinnufólkinu og skúffaður yfir mikilli drykkju um helgar. Hvað mundi maður sjálfur gera fyrir 45 krónur á tímann.
En þetta mikla bil á milli þeirra sem hafa allt og þeirra sem hafa ekkert er einmitt rótin að glæpavandanum í landinu. Og ástæðan fyrir því að margir vilja búa innan múra.
"There was so much suffering in Africa that it was tempting to shrug your whoulders and walk away. But you can't do that, she thought. You just can't."
Mma Ramotswe from No.1 Ladies Detective Agency
Vinkonur mínar á eplagarðinum:
þær eru dætur vinnufólks hér, og eru það sem er kallað litaðar (colored). Litaðir koma af bæði hollendingum og San fólki en tala afrikans. Þær heimsækja mig oft eftir skóla, leika nokkra leiki í garðinum og spjalla. Tala fína ensku líka. Um daginn sýndu þær mér leik sem heitir "girls" og þá hófst rapp þar sem ein var aðalsöngkonan og hinar fylgdu eftir með leikrænni tjáningu eftir þemanu hverju sinni, t.d. var eitt þemað "girls do modelling" og þá léku þær allar fyrirsætur og röppuðu í takt. Svo spunnu þær við næsta þema sem þeim datt í hug.
Sundlaugarpartý hjá vinum í Cape Twon
<< Home