Wednesday, May 30, 2007

Nýtt hverfi - í Moll

Canal Walk er eitt af nýju hverfunum í Cape Town og eins og víða þá fylgir nýja hverfinu stærðar MOLL með sama nafni.
Við fórum í Canal Walk um daginn, ekki til að labba eftir sýkinu heldur til að kaupa hillu. Eins gott því sýkið sem var einungis sjáanlegt á skrýtnum risaskjá.
Á skjánum var líka verið að kynna hverfið og sýna hvað þarna væri indælt að búa, í öruggu umhverfi í nánd við vatn og fjall og líka... Mac Donalds.




Saturday, May 26, 2007

Sú sem vísar veginn

Þið getið slátrað kjúklingi þegar ég dey!




Það var eiginlega sögukonan Brenda frekar en ræstitæknirinn sem heimsótti okkur þennan daginn. Söguuppsprettan var þó ekki gleði, heldur sorgir og ósætti. Tveir fjölskyldumeðlimir mannsins hennar létust með stuttu millibili, fyrst miðaldra frændi í kjölfar veikinda en síðan ung frænka í bílslysi.
Sorgin fékk ekki a vera í friði frekar en fyrri daginn því útgjöld og ýmsar ráðstafanir eins og fylgir slíkum atburðum ullu deilum innan fjölskyldunnar.
Fjölskyldan kemur upprunalega frá Transkei (ca. tveggja daga rútuferðalag í burtu, norðaustast í landinu) og báðar jarðafarirnar voru haldnar þar með tveggja vikna millibili.
Átta fjölskyldur lögðu í púkk þegar ferja þurfti leyfar ungu frænkunnar til Transkei. Ferðalagið, líkflutningurinn og veislan á eftir kostaði fjölskyldurnar samanlagt 8000 rönd (10.þús ísl).
Brenda var í hæstamáta ósátt við þetta fyrirkomulag þar sem henni finnst að efnalítið fólk eigi frekar að reyna fjármagna betri menntun fyrir börnin sín.
En hér ræður hefðin og stoltið ferðinni. Það er ekki hlustað á konur og það er enginn maður með mönnum nema hann moldi fjölskyldu sína heima í haga og slátri kú og bjóði síðan öllum í sveitinni til veislu.
Já samkvæmt Brendu er þetta hin mesta þvæla, "Þau geta slátrað kjúklingi þegar ég dey" sagði hún í miklum æsingi.

Xhosa nafn Brendu er Bonesa sem þýðir sú sem vísar veginn.








Um daginn komu menn og settu gervilaufblöð með spjótum inná milli uppá grindverkið okkar. Þetta var ákveðið eftir að garðstólum og sólhlíf var stolið.



Sunday, May 06, 2007

Borg "under construction"

Cape Town er í uppbyggingu. Á teikniborðunum liggja u.þ.b 200 hótel.
Ferðamannastraumurinn eykst stöðugt, fleira og fleira aðkomufólk sest hér að, heimsmeistaramótið í fótbolta 2010 verður að hluta til hér.
Hús á förnum vegi: