Monday, December 24, 2007

Hlaupajól



Hér í strandbænum Hermanus er vaknað klukkan 6 og farið í góðan hlaupatúr meðfram ströndinni. Um það leyti eru flestir komnir á ról, margir hlaupandi eða gangandi sér til heilsubótar, aðrir á leið til vinnu.
Afi Skúli hefði verið fullur tortryggni hér því hann var á þeirri skoðun að árrisult fólk hefði eitthvað slæmt á samviskunni. Kannski eitthvað til í því.

Fleiri jólamyndir

Wednesday, December 19, 2007

Söguleg stund í post-apartheid Suður Afríku

Zuma vann Mbeki í kosningum ANC í gær. Margir eru áhyggjufullir.

Zuma hefur verið kenndur við tribal pólitík, hann höfðar til fjöldans þrátt fyrir ákærur um bæði nauðgun og fjársvik.
Mbeki hafði áhyggjur af því fyrir kosningarnar að þær mundu fjalla um menn en ekki málefni.
Margir eru hræddir um að Zuma fæli í burtu helstu hugsuði flokksins.

Mæli með Mail & Guardian fyrir málefnalega umfjöllun um málið.