Tuesday, April 25, 2006

Suðaustanáttin í Cape Town

Erum að koma okkur fyrir í Höfðaborg.
Suðaustanátt og glæpatíðni eru þau atriði sem helst þarf að huga að þegar staður er valinn til að búa á. Útsýni yfir fjöll, sjó eða borg hafa næstum því allir.
Við búum í Vredehoek (Friðarhorni) næstu mánuðina sem er vindsælt hverfi á sumrin en mjög rólegt á veturna (maí-ágúst).


Útsýni frá svölunum okkar kvöldið sem við fluttum inn







Íbúðin er lítil og skrýtin og okkur líður bara vel hér.
Eigendurnir eru ungir listamenn og skildu eftir skemmtilegar bækur og plötur sem við grömsum í þegar við fáum leið hvort á öðru.
Eldhúsið er reyndar dáldið eins og fangaklefi og erfitt að finna sálina í því.















Sundowner í Camps Bay, hinumegin við fjallið og hálfgert Cannes Afríku.







Horft á Höfðaborg frá Höfninni








Úthverfi






Í miðbænum verður vart við Afríku




Thursday, April 20, 2006

Eplagarðurinn Glenbrae kvaddur



Krakkar sem búa á Glenbrai eplagarðinum, Nikkie, Joana, Kenin og Lolita.



Eplatínslan er yfirstaðin, síðustu eplin voru Granny Smiths (þessi grænu) og Royal Gala (rauðgrænbleik), en góðu gulgrænu Golden Delicious eplin eru löngu búin.
Golden delicious eru einu eplin þar sem eftirspurn er meiri en framleiðslan.

Við erum flutt af eplagarðinum í bili. Með gott eplabragð, sveitasæluminningar og social realisma sögur frá eplabóndanum í farteskinu.
Því á meðan við lifðum eins og blóm í eggi og höfðum gaman af því að fylgjast með lífinu á eplagarðinum stóð bóndinn í ströngu.
Fleira og fleira fólk flytur inn í húsin sem byggð voru á landinu fyrir löngu fyrir vinnufólk. Lög í landinu segja að ef þú átt hús sem stendur tómt og fólk sem ekki á hús flytur inní það, þá mátt þú ekki reka það í burtu. Bóndinn þarf svo að sjá um að veita rafmagn, losa rusl, keyra fólk á spítalann og fleira. Þarna búa kannski um 100 manns núna, mun fleiri en vinnufólkið og fjölskyldur þeirra telja.
Þannig að meðfram því reka eplagarðinn með tapi er bóndinn hálfgerður bæjarstjóri í þessu litla samfélagi. Í samfélagi þar sem ólíkir menningarheimar hvítra og litaðra mætast.
Já, flestir eplagarðar eru reknir með tapi og bændurnir þurfa að borga með sér til að halda framleiðslunni gangandi. Frá bóndanum séð er Tesco vondi kallinn með allskonar boð og bönn sem gera vinnuna erfiðari. Evrópubandalgið hjálpar síðan ekki með því að gera samkeppnina við evrópska bændur nánast ómögulega. Frá vinnufólkinu á eplagarðinum er bóndinn sjálfur er svo vondi kallinn því það sem þau fá í vasann er rétt til þess að komast af, þau geta aldrei keypt sér bíl.

Kannski má segja að bændur hafi grætt of mikið á sínum tíma og nú sé komið að skuldadögum. Í allri Afríku eru margir á því að hvítir skuldi svörtum. Skuldin og hverjir skulda hverjum er flókið mál.
Hvernig á að borga skuldina til baka er svo annað flókið mál. Kannski skulda ég faktískt Jóhannesi í Bónus, því ég hef verið að kaupa epli undir kostnaðarverði.

Eplagarðurinn með sínu fjölbreytta lífi, lífi á mörgum plönum er kvaddur í bili. Ég er búin að tala um vinnufólkið og bóndann en í raun er mun fleira í gangi á litlum eplagarði. Börnin, hundarnir og hestarnir áttu líka sitt eigið líf og hver veit hvað var í gangi í íkornasamfélaginu.











Nýkreistur eplasafi er heimsins besti drykkur. Rétt blanda af Golden delicious, Royal Gala og Grannys..







Í hundasamfélaginu var ýmislegt í gangi, á meðan sumir vippuðu sér yfir á næstu bæi héldu aðrir saman og komu og buðu okkur góðan daginn á hverjum morgni.



Myndir í betri gæðum sem Dries tók á eplagarðinum og í Stilbaai
Glenbrae myndir - klikka hér
Stilbaai myndir - klikka hér

Thursday, April 13, 2006

Vatnsverðir við Stilltafjörð

Erum búin að vera á þvælingi og þess vegna er búið að vera sögustopp hér á Mangólandi.
Nú síðast vorum við vatnsverðir í strandhúsi við Stillbai. En við fengum það hlutverk að fylgjast með vatnstanki og vindmyllu í nokkra daga á yndislegum stað við suðurströndina. Ég gat þá státað að því að hafa unnið fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur í mörg ár og var kölluð The Water Lady eftir það, Dries til smá gremju, held kannski það hafi komið upp afbrýðissemi í honum.
Á milli þess sem við skokkuðum um landið og sinntum skyldum okkar varðandi vatnið þá fylgdumst við með sólsetri og sólarupprás, syntum í sjónum og röltum meðfram fallegri ströndinni. Þessi staður er himneskur, fyrir augu, nef og eyru. Og svo er húsið þannig gert að þegar maður vaknar sér maður bara haf og himin útum gluggana. Mjög smart.



Sólarupprás









Strandhúsið kvatt






Skrifað í gestabókina