Wednesday, September 26, 2007

Mörg hlutverk Borgarstjóra



"Helen Zille borgarstjóri Cape Town handtekin í mótmælagöngu gegn eiturlyfjanotkun" var forsíðufréttin í the Cape Times nú á dögunum.
[sjá frétt]

Í sama blaði, sama dag, sendi Helen Zille Múslimum Ramadankveðju og Gyðingum nýárskveðju.

Thursday, September 13, 2007

Í fótsporum Hilke...

Hilke, þýskur arkitekt, búsett í Kaupmannahöfn og fyrrverandi sambýliskona okkar þar, kom í heimsókn.

"Mannlífið er allsstaðar, í Evrópu eru allir á leiðinni eitthvað en hér er fólk bara, já fólk bara er, göturnar eru notaðar á svo fjölbreyttan hátt" sagði Hilke sem féll fljótt fyrir Long Street, lífæðinni miklu sem svo margir samt gleyma og fara frekar í moll.

Götulífsmyndir gestsins

















[photos by Hilke Zilbauer]