Wednesday, March 08, 2006

Soweto
Soweto stendur fyrir South West Township. Þaðan koma tveir nóbelsverðlaunahafar, Nelson Mandela og Desmond Tutu, en þeir bjuggu víst við sömu götu einu sinni. Soweto er líka frægt útaf óeirðum og fjöldamorðum á skólabörnum árið 1976, fræg er ljósmynd af Hector Petersen látnum en myndin birtist í dagblöðum víða um heim og hvatti til umhugsunar um hversu alvarlegt ástandið var í landinu.

En við vorum svo heppin að fá fylgd með heimakonu inní hverfið, eða borgina, því eiginlega eru þessi stóru Township borgir útaf fyrir sig. Zozo er alin upp í Soweto en býr núna í Kaupmannahöfn, hún var í heimsókn hjá fjölskyldu sinni og bauð okkur að kíkja við.
Hér eru nokkrar myndir og brot úr tölvupósti frá Zozo eftir heimsóknina sem ég má til með að deila með ykkur,

It was a pleasure giving the tour. I also enjoyed doing it. You know ? showing off my turf.
Soweto is in every fibre of my being. Im soweto, soweto is me. each time you share something with someone its a also a moment of self discovery.
It was also a good show of interest,especialy from Dries to share this history: thats his and mine, its so overwhelming but beautiful at the same time.
Tell him I and my family in soweto have great respect for him, to want to get out of the comfort zone. think next time will be my turn to experience Cape or Pretoria.