Thursday, September 28, 2006

Góður díll á myrkvum degi

Í dag fengum við adsl á nýja heimilið okkar sem er í Oranjezicht í miðbæ CT. 3 gígabæt fyrir 300 rönd á mánuði.
'Sprenigsala hjá Heklu' var það fyrst sem ég heyrði þegar ég kveikti á RÚV og ég hugsaði með mér að líklega hefði ekkert gerst á meðan ég í netleysinu fylgdist illa með. En sem þær hugsanir flugu í gegnum huga minn var líklega verið að hleypa vatninu af stað fyrir Austan og heljarmikið lón að byrja að verða til.

Á myrkvum degi í sögu íslenskrar náttúru fagna ég þó ósymmetrísku stafrænu áskriftarlínunni og öllu því stafræna góssi sem hægt er að hlaða niður í gegnum hana. Líklega eru einhverjir sem telja það nú ekki að komast í feitt, heldur kannski eitthvað af þessu hér...