Tuesday, May 20, 2008

Ókyrrðin í Alexandra

Í townshippunum í kringum Jóhannesarborg ríkir stríðsástand.
Fáttækt fólk ber, myrðir, rænir annað fáttækt fólk.
Suður Afríkubúar láta reiði yfir slæmum lífsskilyrðum bitna á innflytjendum frá öðrum Afríkulöndum sem koma hingað í leit að betra lífi. Hér er meiri vinnu að fá, hér er efnahagurinn betri.
En er ástandið í landinu virkilega svo slæmt að almennir íbúar fara offorsi og myrða fólk sem því finnst vera taka frá sér vinnu, húsakynni og almenna þjónustu? eða er þriðja afl á bak við með pólitísk markmið?
Lókal fréttir segja frá þessu


Á ófriðartímum sakar ekki að skyggnast aftur í söguna, en nýleg heimildarmynd Cuba: An African Odyssey eftir kvikmyndaleikstýruna Jihan el Tahri segir frá Kalda stríðinu í Afríku.
Fyrir utan sögulegar afhjúpanir er myndin tungumálaveisla með óborganlegum karakterum (allt kallar).