Gott að vita um fíla
Fílar eru óútreiknanleg dýr og með þeim hættulegri í skóginum.
Skapgerðin lík okkar mannanna, breytist frá degi til dags.
Hægt er að sjá hvort fíll er í árásarskapi á eyrunum, ef hann nálgast og eyrun blaka fram, þá er um blöff að ræða. En ef hann nálgast og eyrun liggja aftur og raninn vísar niður, þá er voðinn vís.
Fílar finna víst aðallega þefinn af nærveru okkar og því er nauðsynlegt að vita hvaða vindátt er.
Mjög erfitt er að sleppa frá fíl, hann getur hlaupið 40km/klst, rifið niður tré og brotið og bramlað bíla og skýli. Ráð er að stinga sér í nærliggjandi vatn en þá er hætta á að maður trufli krókódíla eða flóðhesta sem lúra rétt undir yfirborðinu.
Sagan segir að maður einn hafi bjargað sér með því að liggja hreyfingalaus undir hóf fíls sem réðst á hann. Maðurinn þóttist einfaldlega vera dáinn og blöffaði þar með fílinn sem hélt sína leið.
* ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ *
Fílasaga
Fróðleik þennan öðlaðist ég ekki gegnum forvitnina heldur raunir helgarinnar. Við vorum í Mokaikai, sem er "game farm" fyrir norðan Jóhannesarborg og einn daginn vorum við svo heppin að hitta á fílahjörðina alla drekka vatn. Við fylgdumst náið með frá útsýnispalli hinum megin við vatnið.
En vindurinn kom aftan frá okkur og þefurinn barst því beint yfir til fílanna sem gengu allir í áttina til okkar eftir vatnssopann. Hver einasti fíll gekk hæglega fram hjá pallinum, horfði til okkar og sveiflaði rananum upp til að þefa betur. Síðastur kom aðal fíllinn, sá sem ver hjörðina. Hann leit til okkar, stansaði nokkrum metrum frá okkur og nartaði í trjágrein. Í staðinn fyrir að halda síðan áfram á eftir hinum fílunum gekk hann í áttina til okkar, stansaði beint fyrir framan pallinn og ég veit ekki meir. Því þegar þar er komið við sögu vorum við öll að hugsa um flóttaleið.
Einhverjum augnablikum síðar fór hann hinn rólegasti til baka, til hinna fílanna, sáttur við að vera búinn að láta okkur vita hver ræður.
Þótt fíllinn væri auðsýnilega að blöffa (eyrun vísuðu víst fram og fremsti hluti ranans vísaði upp) þá stukku bæði reyndir og óreyndir dýraskoðunargestir af stað, hrökkluðust aftast á veikbyggðan pallinn (sem fíllinn hefði getað brotið með einu höggi). Já myndavélarnar sveifluðust uppí loft, magar hoppuðu upp í kok og hendur skulfu lengi á eftir.
fíllinn sem blöffaði okkur
útsýnispallurinn og vatnið
* ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ *
Gott að vita um önnur stór dýr:
Flóðhestar eru þau dýr sem hafa drepið flesta í Afríku. En á landi halda þeir sér á beinni braut frá vatni til vatns og maður er því ekki í hættu nema maður sé akkurat fyrir þeim.
Kattardýrin, (ljón, leópardar, cheetah) fela sig fyrir mönnum og ráðast yfirleitt ekki á okkur nema þeim finnist þeim vera ógnað.
Nashyrningar sjá illa svo það er víst nóg að fela sig á bak við tré.
Skapgerðin lík okkar mannanna, breytist frá degi til dags.
Hægt er að sjá hvort fíll er í árásarskapi á eyrunum, ef hann nálgast og eyrun blaka fram, þá er um blöff að ræða. En ef hann nálgast og eyrun liggja aftur og raninn vísar niður, þá er voðinn vís.
Fílar finna víst aðallega þefinn af nærveru okkar og því er nauðsynlegt að vita hvaða vindátt er.
Mjög erfitt er að sleppa frá fíl, hann getur hlaupið 40km/klst, rifið niður tré og brotið og bramlað bíla og skýli. Ráð er að stinga sér í nærliggjandi vatn en þá er hætta á að maður trufli krókódíla eða flóðhesta sem lúra rétt undir yfirborðinu.
Sagan segir að maður einn hafi bjargað sér með því að liggja hreyfingalaus undir hóf fíls sem réðst á hann. Maðurinn þóttist einfaldlega vera dáinn og blöffaði þar með fílinn sem hélt sína leið.
* ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ *
Fílasaga
Fróðleik þennan öðlaðist ég ekki gegnum forvitnina heldur raunir helgarinnar. Við vorum í Mokaikai, sem er "game farm" fyrir norðan Jóhannesarborg og einn daginn vorum við svo heppin að hitta á fílahjörðina alla drekka vatn. Við fylgdumst náið með frá útsýnispalli hinum megin við vatnið.
En vindurinn kom aftan frá okkur og þefurinn barst því beint yfir til fílanna sem gengu allir í áttina til okkar eftir vatnssopann. Hver einasti fíll gekk hæglega fram hjá pallinum, horfði til okkar og sveiflaði rananum upp til að þefa betur. Síðastur kom aðal fíllinn, sá sem ver hjörðina. Hann leit til okkar, stansaði nokkrum metrum frá okkur og nartaði í trjágrein. Í staðinn fyrir að halda síðan áfram á eftir hinum fílunum gekk hann í áttina til okkar, stansaði beint fyrir framan pallinn og ég veit ekki meir. Því þegar þar er komið við sögu vorum við öll að hugsa um flóttaleið.
Einhverjum augnablikum síðar fór hann hinn rólegasti til baka, til hinna fílanna, sáttur við að vera búinn að láta okkur vita hver ræður.
Þótt fíllinn væri auðsýnilega að blöffa (eyrun vísuðu víst fram og fremsti hluti ranans vísaði upp) þá stukku bæði reyndir og óreyndir dýraskoðunargestir af stað, hrökkluðust aftast á veikbyggðan pallinn (sem fíllinn hefði getað brotið með einu höggi). Já myndavélarnar sveifluðust uppí loft, magar hoppuðu upp í kok og hendur skulfu lengi á eftir.
fíllinn sem blöffaði okkur
útsýnispallurinn og vatnið
* ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ * * ~ * ~ *
Gott að vita um önnur stór dýr:
Flóðhestar eru þau dýr sem hafa drepið flesta í Afríku. En á landi halda þeir sér á beinni braut frá vatni til vatns og maður er því ekki í hættu nema maður sé akkurat fyrir þeim.
Kattardýrin, (ljón, leópardar, cheetah) fela sig fyrir mönnum og ráðast yfirleitt ekki á okkur nema þeim finnist þeim vera ógnað.
Nashyrningar sjá illa svo það er víst nóg að fela sig á bak við tré.
Labels: dýralíf
<< Home