Namibía I
Sandur, ryk og vingjarnlegheit fylltu vitin á 17 daga ferð okkar um Namibíu. Ósnortin náttúra, eyðimerkur og fallegustu sólsetur í heimi. 30 manna þorp sem voru upphaflega byggð í kringum lestarstöð en lestin er búin að vera biluð í 20 ár.
Mangoland á skilið að fá margar uppfærslur í viðbót frá þessu fallega landi, við féllum gjörsamlega fyrir landi og þjóð.
Hér erum við á leiðinni uppá Sandöldu númer 45 í Sosselsvlei klukkan 6 að morgni. Í plastpokanum sem Dries heldur á er prímus, expressokanna, kaffi, mjólk, mjólkurþeytir og "rusks" (suður-afrískar morgun-kökur). Hugmynd okkar um að fara í sólarupprásar-pikknikk var þó ekki svo góð því þarna rútur af öðru ferðafólki sem var einnig á leiðinni uppá sandöldu 45, já og svo var líka sandfjúk og engin leið að koma prímusnum í gang.
Við löbbuðum því með plastpokann upp ölduna og niður aftur og komum okkur fyrir í litlum sand-dal og bjuggum til café latte.
Sandur, ryk og vingjarnlegheit fylltu vitin á 17 daga ferð okkar um Namibíu. Ósnortin náttúra, eyðimerkur og fallegustu sólsetur í heimi. 30 manna þorp sem voru upphaflega byggð í kringum lestarstöð en lestin er búin að vera biluð í 20 ár.
Mangoland á skilið að fá margar uppfærslur í viðbót frá þessu fallega landi, við féllum gjörsamlega fyrir landi og þjóð.
Hér erum við á leiðinni uppá Sandöldu númer 45 í Sosselsvlei klukkan 6 að morgni. Í plastpokanum sem Dries heldur á er prímus, expressokanna, kaffi, mjólk, mjólkurþeytir og "rusks" (suður-afrískar morgun-kökur). Hugmynd okkar um að fara í sólarupprásar-pikknikk var þó ekki svo góð því þarna rútur af öðru ferðafólki sem var einnig á leiðinni uppá sandöldu 45, já og svo var líka sandfjúk og engin leið að koma prímusnum í gang.
Við löbbuðum því með plastpokann upp ölduna og niður aftur og komum okkur fyrir í litlum sand-dal og bjuggum til café latte.
<< Home