Thursday, October 12, 2006


Árstíðabrall og alpahúfur

+ nýja heimilið í Oranjezicht

Fyrsti september var vordagur. En vorið stoppaði stutt og nú er komið sumar. Xhosa konurnar eru búnar að skipta út höfuðklæðum, frá alpahúfum vetrarins yfir í litríka klúta sumarsins. Brenda sagði mér að það væri siður að giftar konur létu ekki sjást í hárið á sér og þess vegna væru þær alltaf með eitthvað á hausnum.

Alpahúfan mín fór líka í vetrardvala og ég þakkaði henni gott samstarf síðustu mánuði því fólk var víða með vingjarnlegra mótinu, ég féll betur inní þegar ég setti upp húfuna. Önnur leið til að falla í kramið hjá ólíkum menningarhópum er rasta lúkkið. Í gær var garðyrkjumaður að vinna í garðinum og mér gekk ekkert að krydda uppá samræðum, fékk lítil sem engin viðbrögð þegar ég sagði reynslusögur úr garðyrkjubransanum hjá Vatnsveitunni. Þar til alltí einu hann kom auga á lyklakyppuna mína sem er langt band í rastalitum, þá sagði hann brosandi "syster, my name is Tsjambe, I’m a rasta too" og uppfrá því var ég bara kölluð "syster" og komið fram við mig sem jafningja. Ég fór inn og setti Manu Chau á fóninn og hellti uppá kaffi.

Hér búum við