Monday, February 26, 2007

Regnbogadans



Regnbogar, sebrahestar, bland í poka. Allt eru þetta einkenni fyrir Suður Afríku í dag, tákn fyrir samfélag þar sem ólíkir kynþættir lifa saman.

Það er samt sem áður mikilvægt að vita hver maður er undir þessum óútreiknanlega regnboga.
Þegar opnaður er bankareikningur eru gefnir upp ótal möguleikar á að skilgreina sig á eyðublaði. Allt frá því að vera hvítur, svartur eða litaður í að vera einn fjórði Inverji, einn áttundi Kínverji osvfrv.
Fyrirtæki geta síðan fengið BEE status (Black Economic Empowerment) ef uppfyllt eru ákveðin skilyrði. Atvinnuauglýsingar ekki bara flokkaðar eftir landsvæðum og starfsgreinum heldur líka eftir því hvort starfið er BEE eða NON BEE.
Þó eru fyrirtæki sem eltast ekki við tiktúrur ríkisstjórnarinnar heldur leitast bara við að finna hinn “rétta anda” eins og sést í þessum auglýsingum:

It would also be great if the person was a Christian so that he/she would buy into the vision of the company.

Only the highly skilled with own computer and slightly masochistic tendencies need apply.

Hmmm, ekki líst mér á þetta !?





En þá að öðru, BEE prógrammið leitast við að rétta hag fólks en þá er aðeins hálf sagan sögð. Stolt og tilfinningu fyrir uppruna sínum er ekki hægt að rétta við með launaseðlum og góðu CVi.

Menning ‘ekki-hvítra’ hefur verið bæld niður svo lengi og í fátækt og ánauð missti fólk tengsl við uppruna sinn. Mennirnir yfirgáfu heimahaga til að vinna í námum, konurnar eyddu oft mestum tíma inná heimilum hvítra, heilu þjóðflokkarnir neyddust til að flytja búferlum.

Ivonne, 22 ára Philippimær skúrar á skrifstofunni þessa dagana. Talið barst að dansi og hún sagði mér að það væri enginn dans í Philippi (Township fyrir utan Cape Town). Eitthvað finnst mér bogið við það að alla mín ævi á norðurhveli jarðar hefur mér staðist til boða að sækja tíma í afrískum dönsum en í lífi Ivonne sem er komin af Xhosa fólki og alin upp á syðsta nibba Afríku er enginn dans. Hún syngur þó í klassískum kirkjukór, texta á ítölsku, þýsku og rússnesku.

Í Mpumalanga héraðinu, norðarlega í landinu, hitti ég Dudu, 19 ára Ndebele stelpu. Hún er á leiðinni í listaskóla í Kaliforníu eftir að hafa málað veggjalistaverk að hætti formæðra sinna síðan hún var lítil stelpa. Hefðin var að deyja út þegar Margaret Courtney-Clarke, blaðaljósmyndari frá Ítalíu, uppgötvaði listiðkun Ndebele kvenna. Hún sá hvernig þær hafa málað heimili sín í gegnum kynslóðir en hún gerði sér líka grein fyrir að það þyrfti hvetja ungar stúlkur til að halda því áfram.
Dudu er ein þeirra heppnu bæði af því hún fær nú tækifæri til að fara í listaskóla í Kaliforníu og einnig útaf því að hún veit hvaðan hún kemur og hún veit hvað formæður hennar standa fyrir.

Dudu og Ndebele veggjalist






Culture is not the decoration added after a society has dealt with its basic needs. Culture is the basic need - it is the bedrock of society.
(Rhodes 21 Journalism Review, s. 40)