Friday, October 27, 2006

Heimilislaus fótbolti og rafmagnslínur í Cape Town



Heimsmeistarkeppni heimilislausra í fótbolta var haldin fyrir nokkru og það hefur orðið að umræðuefni í okkar vinahópi hversu stórkostlegt framtak það var.
Mín skoðun var byggð á hamingjusömum andlitum leikmannanna sem ég las viðtöl við í The big Issue.
Aðrir héldu því fram að þetta hefði verið flopp, lítið sem ekkert auglýst og vekti enga sérstaka athygli á vandamálum heimilislausra.
Enn aðrir sögðu þetta alltsaman tóma þverstæðu því um leið og búið er að taka heimilisleysingja í heimilislausa landsliðið, þá er sá hinn sami ekki lengur heimilislaus.
En enginn sem ég þekki fór að horfa, ég lenti þó á spjalli við konu útá götu þegar ég var að spurja til vegar og þá kom upp að hún hafði einmitt hitt nokkra heimilislausa Dani á heimsmeistarakeppni heimilislausra.

Nokkrar myndir af efri lögum borgarinnar; rafmagnslínur og húsaloft




Víða er verið að breyta húsaloftum í miðbænum í lúxusíbúðir








Labels: