Afl ástarinnar og ökuskóli Andrésar
Á meðan "breaking news" eru af sprengjuregni og stríði þá eru margir Afríkubúar að velta því fyrir sér hvort og hvernig G8 ríkin ætli að standa við loforð um að bæta hagi fólks hér í álfunni.
Í greininni 'The power of love' skrifar keníski rithöfundurinn Binyavanga Wainaina meðal annars þetta um ástandið í Nairobi höfuðborg Kenía
We have a German school, a French school, a Swedish school and an international school. This means Nairobi is developing very fast. You can get cappuccino in Loki -- a giant refugee camp in northern Kenya.
Wainaina er ekki beinlýnis að fagna cappoccino þróuninni, heldur er hann að benda á að ást Vesturlandabúa á Afríku er oft á tíðum sjálflæg og uppfyllir þarfir okkar á að komast í snertingu við exótík og ólíka menningarheima í staðinn fyrir að skapa tækifæri fyrir innfædda
What you can be sure about in all these love projects is that it is easier for a thirtysomething Scarlett O’Hara -- or a Boomtown Rat -- than it is for a PhD-wielding, Maasai-speaking, Maasai person, to decide who the Maasai will be to the world.
Snilldarlega skrifuð grein sem hittir í mark, lesið alla greinina hér:
The power of love
Já kannski felst lausnin í hugarfarsbreytingu þar sem við tileinkum okkur gagnkvæmar kennsluaðferðir, kennum hvort öðru og lærum af hvort öðru.
Þessi kona er götusópari í Cape Town og gæti t.d. aðstoðað Reykjavíkurborg við vinnugallahönnun. Ég held við vinkonurnar hefðum verið lukkulegar með svona föt á Vatnsveituárunum góðu
Stutt og laggott af okkur Dries:
Namibíuferðinn olli hálfgerðu bloggstoppi, það var bara of margt að segja svo ég byrjaði að skrifa og skrifa þangað til ég uppgötvaði að ég var hætt að blogga og byrjuð að skrifa ferðagæd.
Í stuttu máli þá er Dries þurfti að fara til Dubai að hitta nokkra Dani og að því tilefni útskrifaðist ég úr ökuskóla Andrésar. Keyri um Höfðaborg á rauðri Toyotu og man bara að keyra sömu megin og hinir.
Við erum bæði byrjuð að vinna. Ég vinn hjá fyrirtæki sem heitir MOTTO og fékk vinnutitilinn Business Development Manager. Dries er CEO hjá fyrirtæki sem er ekki til og stundum finnst okkur við vera í Truman show-i. Mitt fyrirtæki er þó aðeins sýnilegra og hér er heimasíða á byrjunarstigi: www.motto-captura.com
Búslóðin okkar er ennþá í stórum kassa sem við höfum takmarkaðan aðgang að en við erum nú að leita að fastri íbúð þar sem við getum tekið á móti góðum gestum.
Eftir meira en hálft ár í ferðatöskum erum við loks orðin þreytt á að lifa eins og nómadar, okkur langar að eiga heimili og blómapott.
Vetrarkvöldin eru köld núna og ég er fegin að eiga alpahúfu og góða peysu frá ömmu Olgu.
Kveð í bili með kaldar tær
Á meðan "breaking news" eru af sprengjuregni og stríði þá eru margir Afríkubúar að velta því fyrir sér hvort og hvernig G8 ríkin ætli að standa við loforð um að bæta hagi fólks hér í álfunni.
Í greininni 'The power of love' skrifar keníski rithöfundurinn Binyavanga Wainaina meðal annars þetta um ástandið í Nairobi höfuðborg Kenía
We have a German school, a French school, a Swedish school and an international school. This means Nairobi is developing very fast. You can get cappuccino in Loki -- a giant refugee camp in northern Kenya.
Wainaina er ekki beinlýnis að fagna cappoccino þróuninni, heldur er hann að benda á að ást Vesturlandabúa á Afríku er oft á tíðum sjálflæg og uppfyllir þarfir okkar á að komast í snertingu við exótík og ólíka menningarheima í staðinn fyrir að skapa tækifæri fyrir innfædda
What you can be sure about in all these love projects is that it is easier for a thirtysomething Scarlett O’Hara -- or a Boomtown Rat -- than it is for a PhD-wielding, Maasai-speaking, Maasai person, to decide who the Maasai will be to the world.
Snilldarlega skrifuð grein sem hittir í mark, lesið alla greinina hér:
The power of love
Já kannski felst lausnin í hugarfarsbreytingu þar sem við tileinkum okkur gagnkvæmar kennsluaðferðir, kennum hvort öðru og lærum af hvort öðru.
Þessi kona er götusópari í Cape Town og gæti t.d. aðstoðað Reykjavíkurborg við vinnugallahönnun. Ég held við vinkonurnar hefðum verið lukkulegar með svona föt á Vatnsveituárunum góðu
Stutt og laggott af okkur Dries:
Namibíuferðinn olli hálfgerðu bloggstoppi, það var bara of margt að segja svo ég byrjaði að skrifa og skrifa þangað til ég uppgötvaði að ég var hætt að blogga og byrjuð að skrifa ferðagæd.
Í stuttu máli þá er Dries þurfti að fara til Dubai að hitta nokkra Dani og að því tilefni útskrifaðist ég úr ökuskóla Andrésar. Keyri um Höfðaborg á rauðri Toyotu og man bara að keyra sömu megin og hinir.
Við erum bæði byrjuð að vinna. Ég vinn hjá fyrirtæki sem heitir MOTTO og fékk vinnutitilinn Business Development Manager. Dries er CEO hjá fyrirtæki sem er ekki til og stundum finnst okkur við vera í Truman show-i. Mitt fyrirtæki er þó aðeins sýnilegra og hér er heimasíða á byrjunarstigi: www.motto-captura.com
Búslóðin okkar er ennþá í stórum kassa sem við höfum takmarkaðan aðgang að en við erum nú að leita að fastri íbúð þar sem við getum tekið á móti góðum gestum.
Eftir meira en hálft ár í ferðatöskum erum við loks orðin þreytt á að lifa eins og nómadar, okkur langar að eiga heimili og blómapott.
Vetrarkvöldin eru köld núna og ég er fegin að eiga alpahúfu og góða peysu frá ömmu Olgu.
Kveð í bili með kaldar tær
<< Home