Af konum og lífinu eftir klukkan fimm
Við búum núna í Konstantía í Höfðaborg, gróðursömum vínræktunardal í suðurhlíðum Borðfjalls. Þetta er eitt elsta og mest eftirsóttasta hverfið, því hér alltaf skjól og hér er allt fallegt og gott. Á sunnudögum stunda íbúarnir hestastökk, sellóleik og vínsmökkun. Tíminn hefur verið frystur en sem betur fer kemur Brenda stundum í heimsókn og segir okkur sögur úr raunveruleikanum á meðan hún sansar íbúðina og þrífur gólfin.
Mitt í þessu augnayndi (og lognmollu) erum við svo að venjast því að vinna fulla vinnu eiga okkur sjálf bara eftir klukkan fimm.
9. ágúst er konudagur í Suður Afríku og opinber frídagur. Því er minnst að árið 1956 þrömmuðu 20.000 konur uppað ríkisstjórnarbyggingunum í Pretoríu og mótmæltu lögum sem sögðu að svartar konur ættu að ganga um með skilríki.
Ég reyndi mitt besta að finna eitthvað viðeigandi til að gera á þessum degi, eftir mikla leit í dagblöðum og interneti leit allt út fyrir að valið stæði á milli þess að fara í kvennahlaup eða á góðgerða-uppboð. Loks fann ég sýninguna 'Second to None' sem er tileinkuð Suðurafrískum konum, sérstaklega áhrifarík var ljósmyndahluti sýningarinnar "Life and Soul: portraits of women who move South Africa" eftir Karinu Turok. Næsta dag þegar ég reyndi að verða mér úti um bók um sama efni, sagði stelpan í bókabúðinni mér að bókum hér væri venjulega ekki skift upp eftir kyni og ég fór tómhent út.
Í lok konudagsins var staldrað við á Radison SAS barnum og horft yfir sjóinn.
Bílþvottakonur í Konstantía hverfinu
Ulrica, Liam og Nicola (systir og systrabörn Dries)
Hið dýrmæta hjól Drésa heitir KONA
Daniel, kanadískur-kínverskur bakpokaferðalangur sem kom í heimsókn og búin að vera á ferðinni um heiminn í tvö ár, skrifar hér niður staði sem hann mælir með.
Vinafólk fylgist með hvölum í Hermanus, vinsæll sumarbústaðastaður við ströndina um klukkutíma frá Höfðaborg
Við búum núna í Konstantía í Höfðaborg, gróðursömum vínræktunardal í suðurhlíðum Borðfjalls. Þetta er eitt elsta og mest eftirsóttasta hverfið, því hér alltaf skjól og hér er allt fallegt og gott. Á sunnudögum stunda íbúarnir hestastökk, sellóleik og vínsmökkun. Tíminn hefur verið frystur en sem betur fer kemur Brenda stundum í heimsókn og segir okkur sögur úr raunveruleikanum á meðan hún sansar íbúðina og þrífur gólfin.
Mitt í þessu augnayndi (og lognmollu) erum við svo að venjast því að vinna fulla vinnu eiga okkur sjálf bara eftir klukkan fimm.
9. ágúst er konudagur í Suður Afríku og opinber frídagur. Því er minnst að árið 1956 þrömmuðu 20.000 konur uppað ríkisstjórnarbyggingunum í Pretoríu og mótmæltu lögum sem sögðu að svartar konur ættu að ganga um með skilríki.
Ég reyndi mitt besta að finna eitthvað viðeigandi til að gera á þessum degi, eftir mikla leit í dagblöðum og interneti leit allt út fyrir að valið stæði á milli þess að fara í kvennahlaup eða á góðgerða-uppboð. Loks fann ég sýninguna 'Second to None' sem er tileinkuð Suðurafrískum konum, sérstaklega áhrifarík var ljósmyndahluti sýningarinnar "Life and Soul: portraits of women who move South Africa" eftir Karinu Turok. Næsta dag þegar ég reyndi að verða mér úti um bók um sama efni, sagði stelpan í bókabúðinni mér að bókum hér væri venjulega ekki skift upp eftir kyni og ég fór tómhent út.
Í lok konudagsins var staldrað við á Radison SAS barnum og horft yfir sjóinn.
Bílþvottakonur í Konstantía hverfinu
Ulrica, Liam og Nicola (systir og systrabörn Dries)
Hið dýrmæta hjól Drésa heitir KONA
Daniel, kanadískur-kínverskur bakpokaferðalangur sem kom í heimsókn og búin að vera á ferðinni um heiminn í tvö ár, skrifar hér niður staði sem hann mælir með.
Vinafólk fylgist með hvölum í Hermanus, vinsæll sumarbústaðastaður við ströndina um klukkutíma frá Höfðaborg
<< Home