Friday, October 27, 2006

Heimilislaus fótbolti og rafmagnslínur í Cape Town



Heimsmeistarkeppni heimilislausra í fótbolta var haldin fyrir nokkru og það hefur orðið að umræðuefni í okkar vinahópi hversu stórkostlegt framtak það var.
Mín skoðun var byggð á hamingjusömum andlitum leikmannanna sem ég las viðtöl við í The big Issue.
Aðrir héldu því fram að þetta hefði verið flopp, lítið sem ekkert auglýst og vekti enga sérstaka athygli á vandamálum heimilislausra.
Enn aðrir sögðu þetta alltsaman tóma þverstæðu því um leið og búið er að taka heimilisleysingja í heimilislausa landsliðið, þá er sá hinn sami ekki lengur heimilislaus.
En enginn sem ég þekki fór að horfa, ég lenti þó á spjalli við konu útá götu þegar ég var að spurja til vegar og þá kom upp að hún hafði einmitt hitt nokkra heimilislausa Dani á heimsmeistarakeppni heimilislausra.

Nokkrar myndir af efri lögum borgarinnar; rafmagnslínur og húsaloft




Víða er verið að breyta húsaloftum í miðbænum í lúxusíbúðir








Labels:

Thursday, October 12, 2006


Árstíðabrall og alpahúfur

+ nýja heimilið í Oranjezicht

Fyrsti september var vordagur. En vorið stoppaði stutt og nú er komið sumar. Xhosa konurnar eru búnar að skipta út höfuðklæðum, frá alpahúfum vetrarins yfir í litríka klúta sumarsins. Brenda sagði mér að það væri siður að giftar konur létu ekki sjást í hárið á sér og þess vegna væru þær alltaf með eitthvað á hausnum.

Alpahúfan mín fór líka í vetrardvala og ég þakkaði henni gott samstarf síðustu mánuði því fólk var víða með vingjarnlegra mótinu, ég féll betur inní þegar ég setti upp húfuna. Önnur leið til að falla í kramið hjá ólíkum menningarhópum er rasta lúkkið. Í gær var garðyrkjumaður að vinna í garðinum og mér gekk ekkert að krydda uppá samræðum, fékk lítil sem engin viðbrögð þegar ég sagði reynslusögur úr garðyrkjubransanum hjá Vatnsveitunni. Þar til alltí einu hann kom auga á lyklakyppuna mína sem er langt band í rastalitum, þá sagði hann brosandi "syster, my name is Tsjambe, I’m a rasta too" og uppfrá því var ég bara kölluð "syster" og komið fram við mig sem jafningja. Ég fór inn og setti Manu Chau á fóninn og hellti uppá kaffi.

Hér búum við