Thursday, April 13, 2006

Vatnsverðir við Stilltafjörð

Erum búin að vera á þvælingi og þess vegna er búið að vera sögustopp hér á Mangólandi.
Nú síðast vorum við vatnsverðir í strandhúsi við Stillbai. En við fengum það hlutverk að fylgjast með vatnstanki og vindmyllu í nokkra daga á yndislegum stað við suðurströndina. Ég gat þá státað að því að hafa unnið fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur í mörg ár og var kölluð The Water Lady eftir það, Dries til smá gremju, held kannski það hafi komið upp afbrýðissemi í honum.
Á milli þess sem við skokkuðum um landið og sinntum skyldum okkar varðandi vatnið þá fylgdumst við með sólsetri og sólarupprás, syntum í sjónum og röltum meðfram fallegri ströndinni. Þessi staður er himneskur, fyrir augu, nef og eyru. Og svo er húsið þannig gert að þegar maður vaknar sér maður bara haf og himin útum gluggana. Mjög smart.



Sólarupprás









Strandhúsið kvatt






Skrifað í gestabókina