Tuesday, April 25, 2006

Suðaustanáttin í Cape Town

Erum að koma okkur fyrir í Höfðaborg.
Suðaustanátt og glæpatíðni eru þau atriði sem helst þarf að huga að þegar staður er valinn til að búa á. Útsýni yfir fjöll, sjó eða borg hafa næstum því allir.
Við búum í Vredehoek (Friðarhorni) næstu mánuðina sem er vindsælt hverfi á sumrin en mjög rólegt á veturna (maí-ágúst).


Útsýni frá svölunum okkar kvöldið sem við fluttum inn







Íbúðin er lítil og skrýtin og okkur líður bara vel hér.
Eigendurnir eru ungir listamenn og skildu eftir skemmtilegar bækur og plötur sem við grömsum í þegar við fáum leið hvort á öðru.
Eldhúsið er reyndar dáldið eins og fangaklefi og erfitt að finna sálina í því.















Sundowner í Camps Bay, hinumegin við fjallið og hálfgert Cannes Afríku.







Horft á Höfðaborg frá Höfninni








Úthverfi






Í miðbænum verður vart við Afríku