Saturday, April 21, 2007

Prince Albert






Myndirnar hér og í síðustu færslu eru frá Prince Albert í Karoo hálf-eyðimörkinni.
Svæðið er þekkt fyrir fallegt landslag, heitt og þurrt loftslag og bragðgóð lambalæri. Endaleysuna og kyrrðina þarf þó að upplifa því slíkri sérstæðu er erfitt að lýsa í myndum eða orðum. Eða kannski var það hrjóstugt landslagið sem heillaði Íslendinginn þegar hlaupaskórnir fengu vængi og andinn frelsaðist.


Rétt hjá eru svo Canga hellarnir, precambrian lýparít bergmyndanir, uppgötðvaðar á 18. öld af bónda á svæðinu, Van Zyl. Þetta eru einu stóru hellarnir sem eru opnir almenningi og því mikill ferðamannastraumur. Ævintýraleg heimsókn engu að síður.


Eins gott að fara varlega, fyrr á árinu var feitlaginkona föst í 10 klst.






ljósmyndir Dries