Monday, April 23, 2007

Mannanöfn í takt við tímann

Þjóðskrá Suður Afríku er mjög í takt við tímann því hjá Zulu fólki er það siður að skíra eftir mikilvægum atburði eða einhverju sem gerist þegar barnið fæðist.

Áður fyrr voru nöfnin á Zulu og tengdust oft bardögum og harðri lífsbaráttu:
Cijimpis (prepare for war)
Mdubulenis (shoot him)
Sgebengus (criminal)
Xhawulengwenis (shake hands with a tiger)

Í kringum 1990 varð vinsælt að skíra börn
Nkululeko (Freedom)
en á þeim tímum fór fólk líka að skíra meira uppá ensku og nöfn eins og
Democracy og Elections urðu til.

Enn sækir Zulu fólk í atburði líðandi stundar og nú eru fjarskiptatæknihugtök á ensku orðin fólki töm og fjarskiptatæknin kannski mikill áhrifavaldur.
Hvað gerir maður ef gemsinn segir "unavailable" þegar hringt er í nýbakaðan pabba til að segja frá fæðingu barns. Eða þegar gemsaskjárinn birtir "sim rejected" þegar á að hringja á sjúkrabílinn!


Nokkur Zulu börn sem fæðst hafa síðusut ár

Unavailable Masondo
Sim Rejected Hlongwane
Network Madondo
Subscriber Zulu
Please Call Me Mkhize
Nokia Khumalo
Scratchcard Mlaba
Air-time Makhanya