Sunday, June 11, 2006

Blixen eða Tinni

Karen Blixen er ekki vinsæl þessa dagana.
Hún er kölluð barónessa rasistanna í grein eftir hinn keníska Dominic Odipo.
Odipo segir að það sé fráleitt að kalla heilt hverfi í höfuðborginni Nairobi í höfuðið á þessari skaðlegu hefðarmær.
Öll greinin...

Á sama tíma stígur Tinni í vinsældum.
Tinni og Desmund Tutu voru heiðraðir af Dalai Lama nú á dögunum.
Á hátíðinni var hægt að fá ókeypis eintak af Tinna í Tíbet á Esperanto.
Fréttin...


Leifar Nýlendutímanna má víst finna víða. Mount Nelson hótelið er risastórt í miðri Höfðaborg og þessi vinalegi maður tekur á móti manni.
Á glamúr barnum er hægt að fá ókeypis Cosmo drykki á "ladies night" á miðvikudögum og spegla sig í kristallsjósakrónum. Á sunnudögum er mælt með því að fá sér te og skonsu í garðinum og þykjast vera hefðarmær.


Desmond Tutt
Mount Nelson hótelið í Höfðaborg