Tuesday, June 13, 2006

Tími Prótea og óreglulegs skýjafars.

Veturinn leggst vel í mig. Þægilegur hiti, 15-22 gráður og litskrúðugar Próteur í blóma útum allt.
Stundum skríður Norðanáttin inn með þungbúin ský, eins og myrkvagardínur séu dregnar niður, fjöllin hverfa úr augsýn og maður telur sig heppinn að búa í húsi. Dagblöðin skrifa um lekandi hjalla og neyðaráætlanir ef til kemur að heimilislausum fjölgi mikið. Þegar sólin brýst aftur út eru teppi og föt lögð til þerris á grindverki eða túni í grenndinni.






Sunday, June 11, 2006

Blixen eða Tinni

Karen Blixen er ekki vinsæl þessa dagana.
Hún er kölluð barónessa rasistanna í grein eftir hinn keníska Dominic Odipo.
Odipo segir að það sé fráleitt að kalla heilt hverfi í höfuðborginni Nairobi í höfuðið á þessari skaðlegu hefðarmær.
Öll greinin...

Á sama tíma stígur Tinni í vinsældum.
Tinni og Desmund Tutu voru heiðraðir af Dalai Lama nú á dögunum.
Á hátíðinni var hægt að fá ókeypis eintak af Tinna í Tíbet á Esperanto.
Fréttin...


Leifar Nýlendutímanna má víst finna víða. Mount Nelson hótelið er risastórt í miðri Höfðaborg og þessi vinalegi maður tekur á móti manni.
Á glamúr barnum er hægt að fá ókeypis Cosmo drykki á "ladies night" á miðvikudögum og spegla sig í kristallsjósakrónum. Á sunnudögum er mælt með því að fá sér te og skonsu í garðinum og þykjast vera hefðarmær.


Desmond Tutt
Mount Nelson hótelið í Höfðaborg

Tuesday, June 06, 2006

Nokkrar götumyndir

Longstreet - slagæð borgarinnar, maður finnur hana tikka nætur sem daga. Allt að gerast, mótast og myndast.. (erfitt að fanga á ljósmynd!)







Múslimahverfið Bo-Kaap - litríkt og ilmandi. Bo-Kaap er eitt elsta hverfið í Cape Town. Hægt er að kaupa Roti (hálfgert buritos með kryddaðri grænmetiskássu) eða grillmat og borða á götuhorni, rétt eins og á Nörrebrú í Kaupmannahöfn.






Dráttarbraut - leyfar af gamla hafnarsvæðinu á Waterfront, vinsælt verslunar og túristasvæði í dag




Sofandi kranar á nýja hafnarsvæðinu sem var byggt uppúr 1938 og skildi þar með sjóinn frá torgum miðbæjarins sem var víst iðandi af mannlífi í þá daga (en er núna hálfgert slömm)

Labels:

Friday, June 02, 2006

Horft á Höfðaborg úr fjallshlíðum

Höfðaborg hjúfrar sig í kringum Borðfjall (Table Mountain) og Ljónshöfuð. Legan myndar því alveg sérstak samband milli borgar og náttúru. Hin ólíku sjónarhorn á fjöllin blasa við borgarbúanum í daglegu amstri og landslag borgarinnar er svo það sem fyrir augu fjallgöngumannsins ber.
Já eins og ef Esjan kæmi í stað Skólavörðuholts og Keilir í stað Arnarhóls.
Kannski ég ætti að stinga þessari hugmynd að Breiðhyltingunum Vilhjálmi og Birni Inga!