Monday, September 22, 2008

Vorboðar

Voru það Hadidurnar í garðinum, Sangoma hátíð Mfunekos, uppsögn Mbekis eða vorfagnaðurinn á Appelsínugötu sem komu með vorið í ár?
Vorið kom á laugardaginn, tuttugu dögum of seint.








Mjög skiptar skoðanir eru um Zuma og Mbeki, en margir trúa því Zuma muni gera meira fyrir fólkið en Mbeki. En Mbeki sagði af sér með reisn og tryggði stöðugleika í landinu næstu mánuði, þar til kosið verður og Zuma tekur að öllum líkindum við.
Þáttur Mbeki í Zimbabwe samningnum í síðustu viku er manni líka ofarlega í huga nú.



Um uppsögn Mbeki's á M&G og á BBC

Monday, September 08, 2008

Hvalaleið

Ein vinsæl gönguleið í Suður Afríku kallast the Whale trail. Fimm dagar í fynbush og sjávarilmi og dansandi hvalir allt í kring.
Best á vorin því þá koma hvalirnir uppað ströndinni til að fæða og ala upp kálfana sína í friðsælum flóum, langt frá hákörlunum og hættum úthafsins.