Monday, August 25, 2008

Krían og Seltzer

Á Lower Long Street, rétt hjá skrifstofunni okkar, er Food Lover's Market. Fyrir svangt athafnafólk á ferðinni. Þar er hægt að fá heita rétti, sushi á færibandi, dönsk vínarbrauð, jóghúrt með ávöxtum... og Seltzer!
Drykkurinn sem kom og fór á Íslandi lifir góðu lífi hér.



Á brúsanum stendur Seltser is bottled at source, using spring water, the finest natural ingredients and our original Icelandic recipe.

Svo er sérstakur gæðastimpill sem heitir Sven: The Icelandic Symbol for health and purity



Hálfvæmið bragð... en hvaðumþað... því fleiri tengingar milli Íslands og Suður Afríku því heilstæðara líf fyrir fólk eins og mig.
So far: Krían, Seltzer og Rut í Paarl