Sunday, November 18, 2007

Búar og sönglag sem varð að hitamáli

Má nota orðið Búi í dag yfir Suður-Afríkumenn sem tala Afrikaans?
Á meðan Búarnir sjálfir nota orðið Boere við ýmis tilefni, þó aðallega í listum og leik, leyfi ég mér að nota íslensku útgáfuna af því hér.
Útvarpspistillinn í Vítt og Breitt um Búana hljóðaði einhvernveginn svona:

Suðurafríski tónlistarmaðurinn Bok Van Blerk fer með óð til stríðshetju úr Búastríðinu, Koos De la Rey í vinsælu dægurlagi. Það olli heitum umræðum.

De la Rey var hershöfðingi í seinna stríði Búa gegn Bretum. Hann var hugaður og tók mikinn þátt í sjálfstæðisbaráttu Búa í Suður Afríku.
Nú meira en öld síðar biður dægurtónlistarmaðurinn Van Blerk þennan mikla hershöfðingja um að hjálpa Búum, sýna þeim veginn og gefa þeim nýja von, já hjálpa þeim í tilvistarkreppu 21 aldar og sýna þeim hverjir þeir eru.
Lagið hefur verið eitt umtalaðasta dægurlag sem hefur komið út í Suður Afríku í langan tíma af því að mörgum hefur fundist baráttuandinn afskaplega óviðeigandi og þjóðerniskennd af hálfu Búa sýna mikla afturhaldssemi.

En hverjir eru þessir Búar sem hér er sungið um – Og hvar eru þeir í dag?

Um 9 % regnbogaþjóðarinnar sem nú býr í Suður Afríku er fólk með nokkuð hvítan hörundslit og talar annarsvegar ensku sem móðurmál eða þá Africans sem er nokkuð nauðalíkt Hollensku.

Og það eru einmitt þessir Africansmælandi hvítir Suðurafríkubúar sem eru afkomendur Búa.
Það eru þó ekki allir Afircansmælandi Suðuafríkubúar afkomendur Búa því þeir sem falla undir hóp “Litaðra” eða “Coloreds” tala líka Africans sem móðurmál.

Búarnir, þessir germönsku frændur okkar fluttust búferlum til syðsta odda Afríku á 17 öld, sumir í viðskiptaerindum útaf verslun við Asíu en aðrir nauðugir vegan trúskoðana sinna.
Þarna voru á ferðinni Hollendingar annars vegar og hins vegar franskir og þýskir Húgonottar.

Þeir eru settust að á Höfða og stunduðu búskap
Orðið Búi er því bara bein þýðing á orðinu Boere sem þýðir bóndi á hollensku.
Búar hafa einnig kallað sig Afrikaner í gegnum tíðina.

Orðin Boer og Afrikaner eru nánast samheiti í Suður Afríku.
En í dag tilheyra bæði þessi hugtök sögunni til að einhverju leyti.
Tengingin við gamla bændasamfélagið og þjóðarflokkinn, National Party, sem leiddi aðskilnaðarstefnuna er þung byrði.
Ungir Búar vilja ekki endilega samsama sig þeim hópi og kalla sig því Africans sem vísar þá bara til tungumálsins Africans en ekki til lífshátta kynslóðanna á undan.

Þegar Van Blerk syngur um Búa í laginu De la Rey er hann samt að draga fram persónur fyrri tíma, en hann leitar langt aftur í tímann til að finna sögu sem hann getur verið stoltur af. Og býr þannig til samkennd á meðal Afrikanstalandi fólks í dag.

Sektarkenndin er ríkjandi á meðal ungs Afrikans fólks í dag, allir vita að þeir fengu betri menntun og fleiri tækifæri en svartir jafnaldrar. En um leið er fólk að finna sér stað í samfélaginu í dag. Já lifa af og laga sig að nýjum fjölmenningarlegum lýðræðislegum heimi sem foreldrar þeirra lokuðu augunum fyrir.

Og alllir Suður Afríkubúar eru litaðir af sögu sinni og uppruna. Africans fólk kemur af Búum, getur hundskammast sín fyrir Aðskilnaðarstefnuna en á samt þarna nokkuð flottan langafa sem var herforingi, barðist gegn Bretum og hét De la rey.


Sjá De la Rey tónlistarmyndbandið

Hvað segir hin pólitíska skáldkona Anji Krog um málið?

Labels: , ,