Dagur konunnar
Þann 9. ágúst 1956 tóku 20 þúsund blökkukonur sig saman og skunduðu uppað stjórnarráðinu í Pretoríu með undirskriftalista þar sem þær mótmæltu óréttlátum passalögum.
"You have struck a woman, you have struck a rock" sögðu þær.
9. ágúst er opinber frídagur en því miður er eins og margir gleymi hversvegna, eitt helsta umfjöllunarefnið í fjölmiðlum er "the Waterfront Vodacom Woman of Worth" verðlaunin og síðan fer mikið fyrir auglýsingum um "woman treat" og þess háttar.
Dæmi nú hver fyrir sig hvernig annars væri hægt að heiðra minningu kvennanna frá 1956.
Daginn áður var þó kröfuganga skipulögð af ANC "women against crime", myndirnar eru þaðan