Tuesday, October 21, 2008

Hugsað heim

Krónan er á bólakafi og randið er á "slippery slope".
Það er svo margt sem hefur farið í gegnum hugann í þessum ólgusjó (eða er það ekki orðið sem stjórnmálamenn vilja nota yfir kreppuna?)
Og um leið heldur lífið áfram og margar nýjar hugmyndir fæðast.

Myndirnar hér að neðan eru frá AfrikaBurns, listahátíð í Twanga eyðimörkinni. Hátíðin gekk útá að búa til samfélag í fjóra daga þar sem ekkert má selja né kaupa. Þáttakendur gáfu gjafir, sýndu listir og léku sér...






Monday, September 22, 2008

Vorboðar

Voru það Hadidurnar í garðinum, Sangoma hátíð Mfunekos, uppsögn Mbekis eða vorfagnaðurinn á Appelsínugötu sem komu með vorið í ár?
Vorið kom á laugardaginn, tuttugu dögum of seint.








Mjög skiptar skoðanir eru um Zuma og Mbeki, en margir trúa því Zuma muni gera meira fyrir fólkið en Mbeki. En Mbeki sagði af sér með reisn og tryggði stöðugleika í landinu næstu mánuði, þar til kosið verður og Zuma tekur að öllum líkindum við.
Þáttur Mbeki í Zimbabwe samningnum í síðustu viku er manni líka ofarlega í huga nú.



Um uppsögn Mbeki's á M&G og á BBC

Monday, September 08, 2008

Hvalaleið

Ein vinsæl gönguleið í Suður Afríku kallast the Whale trail. Fimm dagar í fynbush og sjávarilmi og dansandi hvalir allt í kring.
Best á vorin því þá koma hvalirnir uppað ströndinni til að fæða og ala upp kálfana sína í friðsælum flóum, langt frá hákörlunum og hættum úthafsins.





Monday, August 25, 2008

Krían og Seltzer

Á Lower Long Street, rétt hjá skrifstofunni okkar, er Food Lover's Market. Fyrir svangt athafnafólk á ferðinni. Þar er hægt að fá heita rétti, sushi á færibandi, dönsk vínarbrauð, jóghúrt með ávöxtum... og Seltzer!
Drykkurinn sem kom og fór á Íslandi lifir góðu lífi hér.



Á brúsanum stendur Seltser is bottled at source, using spring water, the finest natural ingredients and our original Icelandic recipe.

Svo er sérstakur gæðastimpill sem heitir Sven: The Icelandic Symbol for health and purity



Hálfvæmið bragð... en hvaðumþað... því fleiri tengingar milli Íslands og Suður Afríku því heilstæðara líf fyrir fólk eins og mig.
So far: Krían, Seltzer og Rut í Paarl

Wednesday, May 28, 2008

Ókyrrð í Western Cape

Símon og Deborah frá Malawí voru ein þeirra sem þurftu að flýja heimili sitt í townshippi Hout Bay um síðustu helgi.



Meira í Vítt&Breitt mánudaginn 26.maí.

Tuesday, May 20, 2008

Ókyrrðin í Alexandra

Í townshippunum í kringum Jóhannesarborg ríkir stríðsástand.
Fáttækt fólk ber, myrðir, rænir annað fáttækt fólk.
Suður Afríkubúar láta reiði yfir slæmum lífsskilyrðum bitna á innflytjendum frá öðrum Afríkulöndum sem koma hingað í leit að betra lífi. Hér er meiri vinnu að fá, hér er efnahagurinn betri.
En er ástandið í landinu virkilega svo slæmt að almennir íbúar fara offorsi og myrða fólk sem því finnst vera taka frá sér vinnu, húsakynni og almenna þjónustu? eða er þriðja afl á bak við með pólitísk markmið?
Lókal fréttir segja frá þessu


Á ófriðartímum sakar ekki að skyggnast aftur í söguna, en nýleg heimildarmynd Cuba: An African Odyssey eftir kvikmyndaleikstýruna Jihan el Tahri segir frá Kalda stríðinu í Afríku.
Fyrir utan sögulegar afhjúpanir er myndin tungumálaveisla með óborganlegum karakterum (allt kallar).

Friday, May 16, 2008

Kyrrðin í Karoo





Hvaða dýr var á ferðinni?